Íslendingasögur

Hænsna-Þóris saga

Hænsna-Þóris saga segir frá Hænsna-Þóri, ógeðfelldum manni sem rís úr fátækt og tekst að gerast gildur bóndi. Honum virðist vera uppsigað við nágranna sína, finnst kannski að þeir líti niður á sig vegna upprunans. Þegar nágrannar hans þurfa svo að leita til hans vegna heyskorts neitar hann að selja þeim hey þó hann eigi nóg til. Leiðir þetta til þeirra átaka sem sagan greinir frá.

Sagan sker sig á margan frá öðrum Íslendingasögum og sumir vilja meina að hún hafi verið rituð sem viðbrögð við nýjum lögum Magnúsar lagabætis Noregskonungs en í þeim er kveðið á um að bjargálna bændur séu skyldugir að selja þeim hey sem búa við heyskort. Sá sem neitaði yrði að greiða sekt og ef hann meinaði þeim heysins með valdi mættu nágrannar hans herja á hann án þess að það teldist vera glæpur.


HÖFUNDUR:
Óþekktur
ÚTGEFIÐ:
2019
BLAÐSÍÐUR:
bls. 44

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :